Ábyrgð
GRANT hefur 50 ára sögu í Færeyjum, og er þekkt fyrir endingargóðar og vandaðar vörur.
GRANT vill gera sitt besta í þjónustu- og gæðastjórnun.
10 ára ábyrgð!
Við leggjum mikið upp úr trausti og gæðum á okkar vörum og þjónustu.
Þess vegna bjóðum við upp á aðeins lengri ábyrgð en margir samkeppnisaðilar.
10 ára ábyrgð er á öllum gluggum og hurðum frá GRANT.
Prófanir
Okkar vörur standast gæðaprófanir. Einnig eru vörurnar prófaðar af viðurkenndum aðilum og uppfylla kröfur um slagregn og vind.
Þess vegna eru vörurnar endingargóðar – sjá prófanir
Vantar þig aðstoð?
Vantar þig aðstoð? Sendu okkur línu á [email protected].
Aukahlutir
Okkar vörur eru slitsterkar og endingargóðar en oft þarf að skipta út smærri íhlutum.
Við eigum allskonar auka- og varahluti á lager.
Ábyrgð eða ekki
Kom eitthvað uppá sem að við berum ábyrgð á? Við leysum vandann endurgjaldslaust.
Verða skemmdir á okkar vörum utan ábyrgðar þá getum við auðvitað aðstoðað gegn tímagjaldi.
Láttu okkur vita um hvað málið snýst og við gerum kostnaðaráætlun áður en haldið er í verkið.
Ábyrgð nær yfir:
- Móðu/dögg í gleri
- Gallaðar festingar
- Stöðugleika og endingu í efni
Ef um galla er að ræða:
- Skiptum við um rúðu ef móða myndast á milli glerja
- Skiptum út stormjárnum og gölluðum festingum
- Skiptum um glugga í heild sinni ef um gallað eintak er að ræða
Ábyrgðin er háð eftirfarandi skilyrðum:
- Varan skal vera geymd og sett upp skv. leiðbeiningum framleiðanda
- Karmi skal vera viðhaldið á viðeigandi máta.
- Regluleg skoðun og smurning á festingum, hjörum og hreyfanlegum hlutum eftir þörfum
Ábyrgðin nær ekki yfir:
- Vinnukostnað við að skipta um eða gera við skemmdar vörur
- Kostnaður við vinnupalla, krana eða önnur verkfæri sem nauðsynleg eru til að gera við skemmdir
- Skemmdir vegna utanaðkomandi hluta sem festir eru á vöruna
- Slit á þéttilista vegna málunar eða smurningar
- Læsingar og aðrar festingar sem ekki fylgdu með vörunni
- Þegar varan er afhent í lagi og laskast við uppsetningu
Lentir þú í því að fá afhenda bilaða eða gallaða vöru?
Vinsamlegast sendu okkur upplýsingar og við reynum að leysa málið eftir bestu getu.
Vinsamlegast gefðu okkur eins margar og nákvæmar upplýsingar og mögulegt er. Endilega sendu okkur mynd af biluninni eða vandamálinu. Reitir merktir með stjörnu (*) verða að vera útfylltir til þess að tilkynningin rati á réttan stað.
Takk fyrir hjálpina