Tré/ál gluggar

Við framleiðum endingargóða tré/ál glugga og hurðir

Hluti af 10 ára ábyrgðinni sem að við veitum okkar viðskiptavinum!

GRANT veitir sterkar og fallegar hurðir og glugga úr tré/áli

Tré úr fremsta gæðaflokki

Þegar þú velur viðarglugga frá GRANT, færðu ekki bara fallega og stílhreina vöru – heldur færðu einnig vöru framleidda úr hráefnum í fremsta gæðaflokki.

Við vinnum með Moelven Wood, einum af leiðandi birgjum á Norðurlöndum á sviði viðarframleiðslu. Moelven hefur yfir 120 ára reynslu og framleiðir FSC®- og PEFC®-vottaðan við, sem tryggir að allt hráefni kemur úr sjálfbærum og vel hirtum skógum.

Við höfum valið þennan við sérstaklega vegna gæða og eiginleika hans.

Rotvarnarmeðhöndlun og stöðugleiki efnisins tryggir að gluggar og hurðir haldist fallegar og endingargóðar í áratugi, jafnvel í krefjandi íslensku/færeysku veðurfari.

Allar okkar vörur eru meðhöndlaðar með TEKNOL S 6005-00, sem veitir vörn gegn bæði sveppum og rotnun – þættir sem annars gætu dregið úr endingu glugga.

Við höfum unnið hörðum höndum að því að hámarka framleiðslu okkar í áratugi, og í samstarfi við Moelven tryggjum við að þú fáir endingarmesta og sjálfbærasta viðinn á markaðnum.

Með FSC® og PEFC® vottunum frá Moelven geturðu verið viss um að viðurinn í vörum okkar kemur úr sjálfbærum skógum þar sem náttúran er virt í hvívetna. Þegar þú velur GRANT færðu ekki aðeins fallega og endingargóða vöru, heldur einnig sjálfbæra lausn sem þú getur sett upp með góðri samvisku.

Tré/ál

Fáðu álkædda tréglugga í öllum litum,stærðum og gerðum.

Gluggarnir hafa staðist sína raun í húsum víðsvegar um færeyjar og fást í mörgum útfærslum

Eitt af sérkennum álsins sem við notum í gluggana er að það krefst mjög lítils viðhalds. Þökk sé slitsterkri yfirborðsmeðhöndlun og C5-vottun eru gluggarnir varðir gegn tæringu, litbreytingum og skemmdum af völdum veðurs, sem oft getur verið vandamál með ál af lægri gæðum. Þetta tryggir minni viðhaldskostnaður og betri ending fyrir glugga og hurðir frá GRANT.

Gluggarnir okkar eru CE-merktir og hafa verið vandlega prófaðir með framúrskarandi árangri hjá Dansk Teknologisk Institut.

DoP-vottunin (Declaration of Performance) staðfestir að gluggarnir uppfylla ströngustu kröfur og henta sérstaklega vel bæði fyrir heimili og atvinnuhúsnæði.

Með áherslu á gæði og endingu eru gluggarnir okkar hannaðir til að standast krefjandi aðstæður. Þú getur verið fullviss um að velja lausn sem er bæði endingargóð og áreiðanleg.

Undir skjalageymsla neðst á síðunni getur þú skoðað DoP skjölin.

Snið

Hvernig gluggar þarft þú?

Sendu okkur fyrirspurn og við teiknum upp tilboð sem hentar þér

Litaúrval

Hvaða litur heillar mest? Láttu okkur vita og við sjáum um rest.

Málaðir gluggar

Sparaðu þér tíma og peninga og láttu okkur sjá um að mála gluggann þinn.

Við sprautulökkum glugga áður en að glerið er sett í og skilum þeim af okkur fallega máluðum í þeim lit sem þú velur.

Þar af leiðandi verður glugginn nákvæmlega eins og þú vilt og með betri fúavörn sem getur auðvitað aukið líftíma gluggans!

Opnun

Kjarnaviður og fúavörn

Okkar reynsla í færeysku veðurlagi hefur sýnt okkur það að gæta skal að góðri fúavörn.

Þannig lengjum við bæði líftíma gluggans og gæði

Trékarmarnir eru framleiddir úr 65-70% kjarnaviði, sem hefur náttúrulega fúavarnareiginleika en timbrið er einnig meðhöndlað með fúavarnarupplausn.

Sprossar

Ef þú velur sprossa (en sprossi er listi til að skipta gleri í minni rúður) og hvaða tegund af sprossum þú vilt, hefur það mikil áhrif á heildarútlit.

GRANT gluggar fást bæði með gegnheilum sprossum og/eða límdum sprossum.

Gler

Við erum sérfræðingar í gleri.
Fáðu tilboð í gler í öllum stærðum.

Álag á gleri

GRANT uppfyllir allar kröfur um styrkleika og öryggi í gleri.

Okkar gluggar eru framleiddir með þriggja laga gleri og standast allar gæðakröfur

UV protected glass

Oft getur reynst vel að hafa vörn gegn útfjólubláum geislum og smá skyggni í gluggum þegar sólin skín.
UV protected gler hentar einstaklega vel í þakglugga sem dæmi.

Hljóðdempandi gler

Öryggisgler

Allskonar áferðir

Hjá GRANT færðu gler í öllum stærðum og gerðum

Oceanic 528

Abstrakt

Kura

Speglagler

Matt gler

Pelz

Etza

Bættu við

Ventlar

Hægt er að bæta við loftræstiventlum eftir þörfum.

Flugnanet

Hægt er að fá flugnanet sem hentar einstaklega vel í eldhús og matvælaframleiðslur,ekki síst gegn lúsmýi

Veðurvörn

Við seljum einnig stormskýli sem hægt er að festa utan á glugga ef von er á fárviðri.

Smurning og sápuupplausn

Fyrir viðhald á gluggum.

GRANT býðum upp á góða sápu upplausn sem hentar vel á gluggana okkar,plast,gúmmílista og rúður. Einnig er hægt að kaupa feiti til smurningar á hjörum osfrv.

Tré hurðir fyrir svalir/verönd

Endingargóðar tréhurðir

Möguleikarnir eru óteljandi

Láttu okkur vita hvað þú ert að hugsa og við smiðum þína draumahurð

Fá tilboð

Sendu okkur línu og við setjum saman tilboð sem hentar þínum þörfum.

Bjarni Svansson

Framkvæmdastjóri