
Viðhald
Því miður er ekkert sem er alveg viðhaldsfrítt
Gott er að yfirfara glugga og hurðir annað slagið

Smurning
Gott getur verið að smyrja lamir og aðra hreyfanlega hluti 1-2x á ári til þess að undirbúa gluggana fyrir íslenska veturinn.
Við mælum með að kaupa þvottaupplausn frá GRANT ásamt smurolíu.
Best er að varast smurningu sem inniheldur sýru eða ryðeyði þar sem það getur farið illa með gluggann.
Þetta getur haft áhrif á ábyrgðina þína hjá GRANT
Hreingerning
Þegar þú ætlar að smyrja gluggann getur reynst gott að hafa með klút eða tusku til þess að þurrka af ryk eða önnur óhreinindi sem kunna að hafa safnast á gluggann.
Varast skal uppleysandi hreinsiefni t.d. acetone.
Einnig skal ekki nota beitt verkfæri, stálull eða sandpappír þegar verið er að þrífa glugga.
Gluggar og hurðir nálægt sjó/saltvatni skal viðhalda aðeins betur og smyrja oftar.
Eigir þú glugga með ventlum þarf að fjarlægja þá annað slagið og hreinsa að innan.

Vantar þig aðstoð?
Vinsamlegast skildu eftir eins ýtarlegar upplýsingar og þú getur
Við kunnum vel að meta að fá myndir af gluggum/hurðum sem þú þarft aðstoð með.
Fylla þarf í stjörnumerkta reiti til þess að fyrirspurnin skili sér á réttan stað.
Kærar þakkir